2. hvítasunnudagur: Messa, tónleikaspjall og hvítasunnukantötur

Kl. 11.00 Hátíðarmessa. Prestar eru sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson. Messuþjónar aðstoða. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið. Kórinn Graduale Nobili syngur. Stjórnandi er Þorvaldur Örn Davíðsson.Tónlistin í messunni verður með frönskum ilmi. Forspilið er Veni Creator, en taille à 5 eftir Nicolas de Grigny. Miskunnarbæn og Agnus Dei verða úr Messe basse eftir Gabriel Fauré. Þá verða flutt Ave verum eftir Francis Poulenc, In Festo Pentecostes – Communion úr L’Orgue Mystique eftir Charles Tournemire og Choral varié sur le theme du Veni Creator, op. 4, eftir Maurice Duruflé. 

Kl. 15.00 Tónleikaspjall í Ásmundarsal – Rætt verður við tónskáldið Sigurð Sævarsson.

Kl. 17.00 Lokatónleikar Kirkjulistahátíðar 2019. “Eilífðareldur, uppspretta ástar”.

Hátíðartónleikar með tveimur kórum, barokksveit og fjórum einsöngvurum.

Fluttar verða Hvítasunnukantöturnar Erschallet, ihr Lieder, BWV 172 og O ewiges Feuer, o Ursprung der Liebe BWV 34 eftir J.S. Bach. Veni sancte spiritus, ný hvítasunnukantata eftir Sigurð Sævarsson frumflutt. Yfir 100 flytjendur setja lokapunktinn yfir Kirkjulistahátíð með spennandi frumflutningi og flutningi á átveimur kantötum eftir J.S. Bach, sem þykja í hópi þeirra glæsilegustu.

Flytjendur: Herdís Anna Jónasdóttir sópran, Hildigunnur Einarsdóttir alt, David Erler kontratenór, Benedikt Kristjánsson tenór og Oddur A. Jónsson bassi. Schola cantorum, Mótettukór Hallgrímskirkju og Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju.

Stjórnandi: Hörður Áskelsson.

Miðaverð er 7900 kr.