2. júní - hátíðarmessa og kirkjulistahátíð

01. júní 2019





11.00 Trú, náttúra og sókn manna til dýpta og hæða. Í hátíðarmessu á sjómannadegi prédikar sr. Sigurður Árni Þórðarson og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Hljómeyki syngur undir stjórna Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur. Málmblásarakvartett: Baldvin Oddsson og Jóhann Nardeau, trompet, Oddur Björnsson og Sigurður Þorbergsson básúna.

15.00 Tónleikaspjall verður í Ásmundarsal. Halldór Hauksson ræðir við Hafliða Hallgrímsson tónskáld um nýju óratóríuna Mysterium.

17.00
Óratórían Mysterium eftir Hafliða Hallgrímsson fyrir tvo kóra, hljómsveit, tvö orgel og fjóra einsöngvara frumflutt.

Flytjendur: Mótettukór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, Herdís Anna Jónasdóttir sópran, Hanna Dóra Sturludóttir alt, Elmar Gilbertsson tenór, Oddur A. Jónsson bassi og hljómsveit. Stjórnandi Hörður Áskelsson.

Isabelle Demers konsertorganisti frá Texas leikur tvo þætti úr L´Ascension eftir O. Messiaen við upphaf tónleikanna.

Miðar við innganginn.