38. passíusálmur

26. mars 2020
Jesús á undan og ég á eftir. Það er stíll Passíusálmanna. Saga Jesú er erkisaga, sagan sem Hallgrímur taldi að væri djúpsaga heimsins, mannkyns, hans sjálfs og einstaklinga, saga þín og saga mín. Líka fyrirmyndarsaga, áhrifasaga, mótunarsaga, íhugunarsaga, lífssaga. Og alltaf er ferlið og skipulagið í öllum Passíusálmunum hið sama. Biblíuefnið fyrst. Biblíusagan er sögð. Í annan stað eru einhver stef tekin út og síðan íhuguð. Jesúsagan er færð í heim manna, kirkjunnar, þitt líf og lífsaðstæður. Og aðferðin er samtal sálar og Jesúsögunnar. Jesús á undan ég á eftir. Og þá er sálin tilbúin að ávarpa Jesú, tala við þennan ferðafélaga lífsins.

Í dag er lesinn 38. sálmur: Um háðung og brigsl sem Kristur leið á krossinum. Upptaka frá helgistund er að baki þessari smellu.