500 ára siðbótarafmæli

HALDIÐ UPP Á 500 ÁRA SIÐBÓTARAFMÆLIÐ!


 Þriðjudaginn 31. október kl. 18-20


Afmælisveisla í Hallgrímskirkju því 500 ára siðbótarafmælisins er minnst á þessum degi um heim allan.

 Afmælisávarp- Lúthers minnst- kórsöngur- sálmasöngur.

 Eftir hátíðarhöldin í kirkjunni er öllum gestunum boðið í afmælisgleði í suðursal Hallgrímskirkju.

 Þátttakendur eru Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar, Björn Steinar Sólbergsson organisti, dr. Sigurður Árni Þórðarson sóknarprestur og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Gunnar J. Gunnarsson formaður nefndar um 500 ára siðbótarafmælið og afmælisgestirnir sem syngja með.

Allir hjartanlega velkomnir.