80 ára afmæli Hallgrímssafnaðar - hátíðarguðsþjónusta

Hátíðarguðsþjónusta við 346. ártíð Hallgríms Péturssonar og 80 ára afmæli Hallgrímssafnaðar, 25. október 2020 kl. 11. Útvarpsguðsþjónusta: Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Félagar í Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Stjórnandi Hörður Áskelsson.

Introitus og forspil  Þá þú gengur í Guðs hús inn, í útsetningu Þorkels Sigurbjörnssonar

Þá þú gengur í Guðs hús inn,

gæt þess vel, sál mín fróma,

hæð þú þar ekki Herrann þinn

með hegðun líkamans tóma.

Beygðu holdsins og hjartans kné,

heit bæn þín ástarkveðja sé,

hræsnin mun síst þér sóma.

 

Meðan lífs æð er í mér heit,

eg skal þig, Drottinn, prísa,

af hjartans grunni’ í hverjum reit

heiður þíns nafns auglýsa.

Feginn vil ég í heimi hér

hlýða og fylgja’ í öllu þér.

Lát mér þína liðsemd vísa.

         Hallgrímur Pétursson

Ávarp, signing og bæn

Allir :                Í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda. Amen.

Prestur:           Hjálp vor kemur frá Drottni.

Allir:                 Skapara himins og jarðar.

Drottinn, ég er kominn í þitt heilaga hús til að lofa þig og ákalla og til að heyra, hvað þú, Guð faðir, skapari minn, þú, Drottinn Jesús, frelsari minn, þú, heilagi andi, huggari minn, vilt við mig tala í þínu orði. Drottinn, heyr þú lofgjörð mína og bæn og opna þú með þínum heilaga anda hjarta mitt fyrir sakir Jesú Krists, að ég fyrir þitt orð iðrist synda minna, trúi á Jesú í lífi og dauða og taki framförum í kristilegu hugarfari og líferni. Bænheyr það, ó Guð, fyrir Jesú Krist. Amen.

Miskunnarbæn

Prestur:  Drottinn, miskunna þú oss. Allir:    Drottinn, miskunna þú oss.

Prestur:  Kristur, miskunna þú oss.    Allir:    Kristur, miskunna þú oss.

Prestur:  Drottinn, miskunna þú oss. Allir:    Drottinn, miskunna þú oss.

Dýrðarsöngur

Prestur:   Dýrð sé Guði í upphæðum.

Allir:         Og friður á jörðu og velþóknan yfir mönnunum.

Þig lofar, faðir, líf og önd, þín líkn oss alla styður.

Þú réttir þína helgu hönd, af himni til vor niður.

Og föðurelska, þóknan þín, í þínum syni til vor skín,

Þitt frelsi, náð og friður.

Kollekta

Prestur:  Drottinn sé með yður.  Allir:  Og með þínum anda.

Prestur:   ... um aldir alda.          Allir:    Amen.

Fyrri ritningarlestur    Lexía: Slm 90.1-6, 12

Lesturinn endar á orðunum: Þannig hljóðar hið heilaga orð.

Allir:    Guði sé þakkargjörð.

Kórsöngur:   Gefðu að móðurmálið mitt

Hallgrímur Pétursson - ísl. tvísöngsgerð Róbert A. Ottósson

Síðari ritningarlestur   Pistill: Ef 5.15-21

Lesturinn endar á orðunum: Þannig hljóðar hið heilaga orð.

Allir:    Dýrð sé þér, Drottinn.

Lofgjörðarvers

Hallelúja. Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir. (Hebr. 13.8)

Guðspjall 

Prestur:  Guðspjallið skrifar guðspjallamaðurinn Mattheus.   Matt 22.1-14

Allir:    Guði sé lof og dýrð fyrir sinn gleðilegan boðskap.

Lesturinn endar á orðunum: Þannig hljóðar hið heilaga guðspjall.

Allir:    Lof sé þér, Kristur. 

Trúarjátning                                                                                                                      

Allir:  Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar. Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottinn vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða. Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf.  Amen.

Sálmur

Víst ertu, Jesús, kóngur klár,

kóngur dýrðar um eilíf ár,

kóngur englanna, kóngur vor,

kóngur almættis tignarstór.

 

Ó, Jesús, það er játning mín,

ég mun um síðir njóta þín,

þegar þú, dýrðar Drottinn minn,

dómstól í skýjum setur þinn.

 

Frelsaður kem ég þá fyrir þinn dóm,

fagnaðarsælan heyri' eg róm.

Í þínu nafni útvaldir

útvalinn kalla mig hjá sér.

 

Kóng minn, Jesús, ég kalla þig,

kalla þú þræl þinn aftur mig.

Herratign enga' að heimsins sið

held ég þar mega jafnast við.

 

Jesús, þín kristni kýs þig nú,

kóngur hennar einn heitir þú.

Stjórn þín henni svo haldi við,

himneskum nái dýrðar frið.

Hallgrímur Pétursson (kórsöngur 2. og 4. vers raddsetning Jón Hlöðver Áskelsson)

Prédikun

Kórsöngur: Ég byrja reisu mín

Hallgrímur Pétursson -ísl. Þjóðlag-radds. Smári Ólason

Almenn kirkjubæn

Hver beiðni endar á orðunum:   ... fyrir Jesú Krist, Drottin vorn.

Bænasvar sungið: Drottinn, heyr vora bæn.

Kórsöngur: Bænin má aldrei bresta þig

Úr 4. passíusálmi - Hallgrímur Pétursson- ísl þjóðlag – radds. Þorkell Sigurbjörnsson

Faðir vor

Blessun 

Prestur:           Þökkum Drottni og vegsömum hann.

Allir:                 Drottni sé vegsemd og þakkargjörð.

Prestur:           Drottinn blessi þig ... og gefi þér frið.

Allir:    Amen, amen, amen.

Sálmur

Son Guðs ertu með sanni,

sonur Guðs, Jesú minn,

son Guðs, syndugum manni

sonar arf skenktir þinn,

son Guðs einn eingetinn.

Syni Guðs syngi glaður

sérhver lifandi maður

heiður í hvert eitt sinn.

Hallgrímur Pétursson (Ps. 25)

Eftirspil Carillon de Westminster Louis Vierne