9.ágúst kl. 12.00: Friðrik Vignir Stefánsson, organisti Seltjarnarneskirkju

07. ágúst 2018
Fimmtudaginn 9. ágúst kl. 12

 leikur organisti Seltjarnarneskirkju, Friðrik Vignir Stefánsson, verk eftir G. Böhm, L. Marchand og Bach (Prelúdía og fúga í d-moll). Miðaverð kr. 2.000.

  Efnisskrá:

 Georg Böhm 1661?1733 Prelúdía og fúga í C-dúr

                 Vater unser im Himmelreich

 Louis Marchand 1669?1732 Cinquième Livre d‘Orgue / Fimmta orgelbókin

  1. Basse de Cromorne ou de Trompette

  2. Duo

  3. Plein-Jeu

  4. Basse de Trompette ou de Cromorne

  5. Récit de tierce en taille


 Johann Sebastian Bach 1685?1750 Prelúdía og fúga í d-moll, BWV 539

 Friðrik Vignir Stefánsson byrjaði að læra á orgel við Tónlistarskólann á Akranesi, fyrst hjá Hauki Guðlaugssyni en síðar hjá Fríðu Lárusdóttur og lauk burtfararprófi þaðan á orgel 1983. Hann lauk síðar kantorsprófi og einleikaraprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar 1987 undir handleiðslu Harðar Áskelssonar og stundaði framhaldsnám á orgel veturinn 2005 við Konunglega danska tónlistarháskólann. Í átján ár gegndi Friðrik stöðu organista og kórstjóra við Grundarfjarðarkirkju og var skólastjóri Tónlistarskóla Grundarfjarðar. Friðrik hefur sótt orgelnámskeið af ýmsu tagi erlendis og hérlendis. Hann hefur einnig haldið fjölda tónleika innanlands og utan. Síðan 2007 hefur Friðrik Vignir starfað sem organisti og tónlistarstjóri Seltjarnarneskirkju.