Aðfangadagur í Hallgrímskirkju

28. desember 2023

Aðfangadagur var einstaklega fallegur, kalt og frosin jörð en kirkjan okkar fylltist af hlýju og samkennd en yfir 1800 manns sóttu athafnir í Hallgrímskirkju á aðfangadag í ár. Streymt var frá aftansöng og úr miðnæturmessunni og má hér að neðan má finna hlekki á streymin.

Meðfylgjandi mynd tók Hrefna Harðardóttir í miðnæturmessunni.

Aftansöngur á Aðfangadag
https://youtube.com/live/_QyNfcr3Zpk

Prestur: Sr. Eiríkur Jóhannsson
Organisti: Björn Steinar Sólbergsson
Kór Hallgrímskirkju söng undir stjórn Steinars Loga Helgasonar
Einsöngur: Sólbjörg Björnsdóttir
Flauta: Áshildur Haraldsdóttir

Guðsþjónusta á jólanótt.
https://www.youtube.com/watch?v=uxmhfXaQBNA

Prestur: Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir
Organisti: Björn Steinar Sólbergsson
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð söng undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar
Einsöngur: Alvilda Eyvör Elmarsdóttir

Hallgrímskirkja - Þinn staður um jólin!