Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar 5. mars

01. mars 2023
Fréttir, Helgihald

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar er á sunnudaginn kemur, 5. mars og þá er dagurinn tileinkaður börnum og unglingum í kirkjum landsins. Það verður regnboga- fjölskylduguðsþjónusta á æskulýðsdaginn kl. 11 í Hallgrímskirkju. Það verður litrík dagskrá, biblíusaga dagsins verður Örkin hans Nóa og regnboginn verður þema guðsþjónustunnar. Það verður sýning í forkirkjunni á listaverkum úr Æði-flæði listasmiðjunni. Stúlknakór Reykjavíkur kemur og syngur, bænatré verður sett upp inn í kirkjuskipinu og það mun standa fram að páskum, það verður skapandi stöðvavinna, fermingarbörn lesa bænir, hugvekja og fjársjóðsleit í lok guðsþjónustunnar. Það verður boðið upp á grjónagraut og kaffi í messukaffinu. Verið hjartanlega velkomin!