Aftansöngur - gamlársdag kl. 18

29. desember 2015
Ljúkum árinu með kirkjugöngu og hefjum nýtt ár í Jesú nafni. Aftansöngur í Hallgrímskirkju á gamlársdag hefst kl. 18. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Athöfninni er útvarpað á rás 1 RÚV.