Þakkir fyrir frábært samstarf

02. október 2018


Þúsundir koma í Hallgrímskirkju á hverju degi ársins. Það þarf lipurt snerpufólk til að mæta litríkum hópi gesta með alls konar væntingar. Það var mikið happ að Birna Hjaltadóttir kom til starfa í Hallgrímskirkju þegar ferðamennirnir fóru að rata upp á Skólavörðuholt. Birna tók á móti ölllum með bros á vör og ekki skemmdi fyrir að hún kann fjölda tungumála því hún hefur búið víða erlendis. Svo opnaði hún gestum menningu, kirkju og íslenskt þjóðlíf. Birna var alltaf kátust í starfsmannahóp kirkjunnar. Nú hefur hún formlega látið af störfum, en heldur væntanlega áfram að koma í Hallgrímskirkju því þar á hún stóran vinahóp.

Við notuðum tækifærið að lokinni morgunmessu á miðvikudegi til að þakka Birnu fyrir frábært samstarf undanfarin ár.

Takk fyrir Birna Hjaltadóttir.