Alþjóðlegt orgelsumar - Björn Steinar Sólbergsson er helgarorganistinn


Alþjóðlegt orgelsumar heldur áfram með krafti. Næstu helgi mun organstinn okkar, Björn Steinar Sólbergsson leika á orgelið á tvennum tónleikum. Sá fyrri er kl. 12 á laugardeginum 25. júní og aðgangseyrir er 2.000 kr. Sá seinni er kl. 17 sunnudaginn 26. júní og aðgangseyrir er 2.500 kr.

Miðasala er við innganginn og inn á midi.is

Nánar um tónleikana inn á vef Listvinafélagsins

Helgarorganisti vikunnar framundan er Björn Steinar Sólbergsson, organisti í Hallgrímskirkju og skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar. Björn Steinar er einhver allra besti organisti landsins, menntaður í Frakklandi og endurspeglar efnisskrá hans að þessu sinni bæði fósturjörðina og hinn franska orgelskóla en Björn mun leika verk eftir Guilmant, Viérne, Widor og Duruflé í bland við íslensku verkin. Fyrir utan hið nýja verk Hreiðars Inga má nefna að sjálf Tokkata Jóns Nordal, sú sem hann samdi til minningar um Pál Ísólfsson, verður flutt. Tónleikar Björns Steinars verða laugardaginn 25. júní kl. 12 og sunnudaginn 26. júní kl. 17, en það er á sunnudagstónleikunum sem frumflutningurinn verður.