Alþjóðlegt orgelsumar - Fyrstu hádegistónleikar á fimmtudegi

22. júní 2016

Í hádeginu á fimmtudeginum 23. júní kl. 12 mun Guðmundur Sigurðsson, organisti í Hafnafjarðarkirkju spila. Aðgangseyrir á tónleikana er 2.000 kr. Miðasala er við innganginn og tónleikarnir eru í hálftíma.






Guðmundur Sigurðsson er organisti í Hafnarfjarðarkirkju og stofnandi og stjórnandi Barbörukórsins. Hann lauk burtfararprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar þar sem Hörður Áskelsson var orgelkennari hans og eftir framhaldsnám lauk hann meistaraprófi með láði frá Westminster Choir College í Princeton og lærði þar m.a. kórstjórn hjá hinum nafntogaða Joseph Flummerfelt. Guðmundur hefur verið ötull tónlistarkennari og árið 2009 hleypti hann af stokkunum tónleikaröðinni Hádegistónleikar í Hafnarfjarðarkirkju. Hann leikur á tónleikunum orgelverk frá Bandaríkjunum, Suður-Ameríku, Þýskalandi og Íslandi. Guðmundur Sigurðsson