Alþjóðlegt orgelsumar - Tónleikadagskrá vikunnar

19. júlí 2016
Alþjóðlegt orgelsumar heldur ótrautt áfram og þessa vikuna er að sjálfsögðu tónleikaveisla. Nánari upplýsingar um tónleika sumarsins er inn á vef Listvinafélagsins

Miðvikudagurinn 20. júlí - Schola cantorum býður upp á íslenkar kórperlur og kaffi í allt sumar


 Smávinir fagrir, Heyr himna smiður og aðrar, íslenskar kórtónlistarperlur fá að óma í Hallgrímskirkju alla miðvikudaga í sumar. Það er kammerkór kirkjunnar, Schola cantorum, sem stendur fyrir tónleikunum en þeir eru hluti af Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju. Gríðarleg eftirspurn er orðin eftir tónleikum í kirkjunni á sumrin og hefur ferðafólk sérstaklega áhuga á að kynna sér íslenska tónlist. Það er því afar ánægjulegt að geta boðið svo vandaða kórtónleika vikulega yfir sumartímann.

Að tónleikum loknum er gestum boðið upp á kaffi, te og sætan bita í safnaðarheimili Hallgrímskirkju og gefst þá kærkomið tækifæri til að spjalla við söngvarana og kynnast öflugu tónlistarstarfinu í kirkjunni.

Tónleikarnir eru á miðvikudaginn 20. júlí kl. 12. Miðaverð er 2.500 kr. og listvinir fá 50 % afslátt. Miðasala hefst 1 klukkustund fyrir tónleika í anddyrinu.

 

Fimmtudagurinn 21. júlí kl. 12 - Franskur englaskari og íslenskur himnasmiður

JJón Bjarnasonón Bjarnason, kantor í Skálholtsdómkirkju, mun meðal annars töfra fram heilan englaskara úr Klais-orgeli Hallgrímskirkju fimmtudaginn 21. júlí klukkan 12, en þá heldur hann tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri. Á efnisskránni eru Prelúdía og fúga í D-dúr eftir Bach og Englarnir, þáttur úr Fæðingu frelsarans, orgelverkinu stórbrotna eftir Olivier Messiaen.

Jón mun einnig leika íslenska tónlist því á efnisskránni eru bæði sálmaforleikur og orgelhugleiðing eftir hann sjálfan um sálmana Heyr, himna smiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Kolbein Tumason og Dýrð, vald, virðing og vegsemd hæst, sem er lokavers 50. Passíusálms Hallgríms Péturssonar.

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju, sem haldið er 24. árið í röð, er nú um það bil hálfnað og hefur aðsóknin þetta sumarið slegið öll fyrri met.

Jón Bjarnason kantor Skálholtsdómkikju fæddist í Skagafirði 1979 þar sem hann hóf píanónám 7 ára gamall. Jón útskrifaðist úr Tónlistarskólanum í Reykjavík með píanókennarapróf árið 2003. Hann útskrifaðist með Kantorspróf og einleiksáfanga frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 2006. Veturinn 2011-2012 lauk hann diplómu í orgelleik frá Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Jón hefur reglulega komið á orgelltónleikum í Skálholtsdómkirkju, Selfosskirkju, Alþjóðlegu orgelsumri og Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju. Hann hefur talsverða reynslu af kórstjórn og hefur starfað sem kórstjóri frá árinu 2003.

Aðgangseyrir: 2.000 kr. og frítt fyrir lisvini. Miðasala hefst 1 klukkustund fyrir tónleika í anddyrinu.

 

Laugardagurinn 23. júlí kl. 12 og sunnudagurinn 24. júlí kl. 17

Ligita Sneibe leikur um helgina á Alþjóðlegu orgelsumri

Ligita SneibeLettneski organistinn Ligita Sneibe er gestalistamaður Orgelsumarsins í Hallgrímskirkju um komandi helgi. Ligita býr og starfar í Svíþjóð og á efnisskrá helgarinnar er fjöldinn af sænskum og lettneskum orgelverkum sem forvitnilegt verður að kynnast, þar á meðal tvö sem fjalla um sólina. Pastorales for a Summer Flute eftir Imants Zemzaris lýsir gangi sólarinnar á sumardegi og Solkraft eftir Håkan Sundin fjallar um lífið, hlýjuna og ljósið sem sólin færir jarðarbúum. Sannarlega við hæfi á íslensku orgelhásumri.

Efnisskrá Ligitu prýða einnig sígild og glæsileg orgelvek. Má þar nefna Fantasíu og fúgu í g-moll og Tokkötu og fúgu í F-dúr eftir J. S. Bach, kafla úr hinu þekkta orgelverki Fæðingu frelsarans eftir Messiaen og Prelúdíu og fúgu um BACH eftir Liszt.

Tónleikar Ligitu eru laugardaginn 23. júlí kl. 12 og sunnudaginn 24. júlí kl. 17.

Aðgöngumiðar eru seldir klukkustund fyrir tónleika í anddyri kirkjunnar og kosta kr. 2000 á laugardeginum og kr. 2500 á sunnudeginum.

Ligita Sneibe er lettnesk en búsett í Svíþjóð þar sem hún starfar bæði sem konsert- og kirkjuorganisti. Hún lærði orgelleik við Lettneska tónlistarháskólann og Tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð og hefur sinnt kennslu í báðum löndum. Hún hefur unnið til verðlauna fyrri leik sinn, meðal annars fyrir túlkun sína á verkum Messiaens, og ferðast um Evrópu og Japan og haldið tónleika. Ligita hefur verið iðin við að flytja verke eftir lettnesk samtímaskáld og munum við njóta nokkurra þeirra á tónleikum hennar ásamt sænskri orgeltónlist og sígildum verkum eftir þá Bach og Messiaen.