Alþjóðlegt orgelsumar - Tónleikadagskrá vikunnar

27. júní 2017
Alþjóðlegt orgelsumar hefur unnið sinn sess sem árlegur sumarviðburður í Hallgrímskirkju og í ár er þetta 25. árið í röð sem það er haldið. Ávallt gleði og tilhlökkun fyrir gesti, innlenda sem erlenda sem vilja heyra orgelhljóma og sönghljóma. Einnig í ár er tilefni til þess að fagna 25 ára afmælisári Klais orgelsins sem var vígt í desember 1992. Dagskráin er hægt að finna bæði á íslensku og ensku í tölvutæku formi hér en nánari upplýsingar eru inn á vef listvinafélagsins.

 

Tónleikar í viku 26. júní - 2. júlí eru sem hér stendur:


Miðvikudaginn 28. júní kl. 12

Hálftíma hádegistónleikar með kammerkórnum Schola cantorum. Aðgöngumiðar eru seldir klukkustund fyrir tónleika í anddyri kirkjunnar og kosta kr. 2500.

Meðlimir Listvinafélags Hallgrímskirkju fá miða á hálfvirði.

 

Fimmtudaginn 29. júní kl. 12

Örn Magnússon organisti í Breiðholskirkju leikur tónlist eftir F. Mendelsohn, J. S. Bach OG Sv. Sveinbjörnsson. Hálftíma orgeltónleikar í hádeginu kl. 12. Aðgöngumiðar eru seldir klukkustund fyrir tónleika í anddyri kirkjunnar og kosta kr. 2000. Miðasala er einnig á midi.is.

Frítt er fyrir meðlimi í Listvinafélagi Hallgrímskirkju.

 

Laugardaginn 1. júlí kl. 12

Sophie-Veroniqe Cauchefer-Choplin, organisti í St. Sulpice í París, Frakklandi er svo helgarorganistinn. Hún leikur í hálfa klukkustund. Aðgöngumiðar eru seldir klukkustund fyrir tónleika í anddyri kirkjunnar og kosta kr. 2000. Miðasala er einnig á midi.is

Frítt er fyrir meðlimi í Listvinafélagi Hallgrímskirkju.

 

Sunnudaginn 2. júlí kl. 17

Sophie-Veroniqe Cauchefer-Choplin, organisti í St. Sulpice í París, Frakklandi leikur. Tónleikarnir eru í eina klukkustund. Aðgöngumiðar eru seldir klukkustund fyrir tónleika í anddyri kirkjunnar og kosta kr. 2500. Miðasala er einnig á midi.is.

Frítt er fyrir meðlimi í Listvinafélagi Hallgrímskirkju.