Allir á facebooksíðu Hallgrímskirkju

Hástökkvari vikunnar var facebooksíða Hallgrímskirkju. Hálf milljón manns kíkti við á síðunni og þrjátíu tvö þúsund flettu á einum degi. Í venjulegri viku er umferðin á síðunni innan við þúsund manns. Hvað gerðist? Ég fékk leyfi Gunnars Freys Gunnarssonar, ljósmyndara, að setja á síðuna stórkostlega mynd hans af Hallgrímskirkju í hríð á sunnudagsmorgni. Og myndinni var deilt um allan heim. Hálf milljón heimsótti síðuna. En þó síðan sé góð er kirkjan betri. Í kirkjuna koma í ár milljón manns - og jafnvel fleiri. Útlitið er gott en innlitið best. Verið velkomin á síður kirkjunnar og hjartanlega velkomin í Hallgrímskirkju. SÁÞ