Allra heilaga messa og barnastarf sunnudaginn 1. nóvember kl. 11

31. október 2015
Allra heilaga messa kl. 11:00. Dr. Sigurður Árni Þórðarsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja í messunni og orgelleik annast Björn Steinar Sólbergsson. Kristín Friðriksdóttir syngur einsöng. Inga Harðardóttir hefur umsjón með barnastarfinu og hennar til aðstoðar eru Rósa Árnadóttir og Sólveig Anna Aradóttir. Í lok messu verður kveikt á kertum til minningar um látna og kertin sett í kórtröppur.

Kaffisopi eftir messu.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Sálmar:

nr. 581 Þinn friður mun oss fylgja

nr. 224 Hallelúja, dýrð sé Drottni

nr. 204 Fyrir alla þá, er fá nú hvíld hjá þér (kórinn syngur 4. og 5. vers)

---------------------------------------------------------------------------

Einsöngur: Pie Jesu úr Requiem, Gabriel Fauré

nr. 47 Gegnum Jesú helgast hjarta

Undir útdeilingu: Úr hryggðardjúpi hátt til þín, Sálm 130 - Luther - Helgi Hálfdánarson / þýskt lag. Aus tiefer Not, Max Reger.

nr. 35 a Drottin minn, Guð, þú ert bjarg mitt og borg

Eftirspil: Fugue et variations op. 18/II og III, César Franck.

Lexía: 5Mós 33.1-3
Þannig blessaði guðsmaðurinn Móse Ísraelsmenn áður en hann dó:
Drottinn kom frá Sínaí,
hann lýsti þeim frá Seír,
ljómaði frá Paranfjöllum.
Hann steig fram úr flokki þúsunda heilagra,
á hægri hönd honum brann eldur lögmálsins.
Þú sem elskar þjóðirnar,
allir þeirra heilögu eru í hendi þinni.
Þeir hafa fallið þér til fóta,
rísa á fætur er þú skipar.

Pistill: Opb 7.13-17
Einn af öldungunum tók þá til máls og sagði við mig: „Hverjir eru þessir menn sem skrýddir eru hvítum skikkjum og hvaðan eru þeir komnir?“
Og ég sagði við hann: „Herra minn, þú veist það.“
Hann sagði við mig: „Þetta eru þeir sem komnir eru úr þrengingunni miklu og hafa hvítþvegið skikkjur sínar í blóði lambsins. Þess vegna eru þeir frammi fyrir hásæti Guðs og þjóna honum dag og nótt í musteri hans og sá sem í hásætinu situr mun búa hjá þeim. Þá mun hvorki hungra né þyrsta framar og eigi mun heldur sól brenna þá né nokkur breyskja vinna þeim mein. Því að lambið, sem er fyrir miðju hásætinu, mun vera hirðir þeirra og leiða þá til vatnslinda lífsins. Og Guð mun þerra hvert tár af augum þeirra.“

Guðspjall: Matt 5.13-16
Þér eruð salt jarðar. Ef saltið dofnar, með hverju á að selta það? Það er þá til einskis nýtt, menn fleygja því og troða undir fótum.
Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist. Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker heldur á ljósastiku og þá lýsir það öllum í húsinu. Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar sem er á himnum.