Alumni - Kórtónleikar laugardaginn 13. apríl kl. 17

11. apríl 2019

KÓRTÓNLEIKAR Í HALLGRÍMSKIRKJU 13. apríl 2019 laugardagur kl. 17


‘SUCH ENDLESS PERFECTNESS’


ALUMNI - úrvalssöngvarar úr kór Clare College Cambridge


Stjórnandi: Graham Ross. 




Breskur úrvalsoktett úr kór Clare College í Cambrigde, sem er gestur Listvinafélagsins flytur með sér hina þekktu bresku kórhefð með mjög fjölbreyttri efnisskrá allt frá endurreisn til nútímans, þ.s. breskri og annarra þjóða tónlist er teflt saman á mjög fallegan og áhrifamikinn hátt.

Á efnisskránni eru verk eftir Elgar, Howells, Tavener, Sigurð Sævarsson, Schütz, Gerswin o fl.

Stjórnandi er Graham Ross, en kórinn hefur hlotið einróma lof fyrir söng sinn undir hans stjórn.

Aðgangseyrir: 3.500 kr.- afsláttur fyrir námsmenn, öryrkja og eldri borgara.

Miðasala í Hallgrímskirkju opið daglega 9-17 og á midi.is. Kórinn syngur einnig í messu á Pálmasunnudag kl. 11 í Hallgrímskirkju.

 

Alumni hefur hlotið einróma lof en kórinn í Clare College Cambridge þykir meðal allra fremstu háskólakóra í  heiminum og syngja meðlimir Alumni nú með heimsþekktum sönghópum eins og Tallis Singers, The Sixteen, og hefur Alumni einnig komið fram með hljómsveitum eins og The Orchestra of the Age of Enlightment og London Philharmonic Orchestra.  Stjórnandi er Graham Ross.