Andreas Liebig leikur á lokahelgi Alþjóðlegs orgelsumarsÁ tónleikum Alþjóðlegs orgelsumars laugardaginn 8. ágúst og sunnudaginn 9. ágúst leikur svissneski orgelleikarinn Andreas Liebig, organisti dómkirkjunnar í Basel í Sviss.

Tónleikarnir á laugardeginum hefjast kl. 12.00 og kosta 2000 kr. Sunnudagstónleikarnir hefjast kl. 17.00 og kosta 2500 en miðar eru seldir við innganginn. Félagar í Listvinafélagi Hallgrímskirkju fá frítt inn á alla tónleika Alþjóðlegs orgelsumars.