Velkominn sr. Eiríkur Jóhannsson

20. september 2021
Sr. Eiríkur Jóhannsson þjónar Hallgrímskirkju frá septemberbyrjun til maíloka 2022 en þann tíma verður sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir í námsleyfi. Eftir embættispróf frá HÍ áríð 1989 vígðist Eiríkur til þjónustu í Skinnastaðaprestakalli, Þingeyjarprófastsdæmi. Hann var sóknarprestur í Hrunaprestakalli, Árnesprófastsdæmi, frá 1996 og var um tíma prófastur Árnesinga sem og ritstjóri Kirkjuritsins. Um eins árs skeið starfaði Eiríkur á Biskupsstofu og var þar á fræðsludeild. Frá 2014 hefur Eiríkur verið prestur Háteigskirkju í Reykjavík. Sími hans er  864 0802 og netfangið eirikur.jo@kirkjan.is. Sóknarnefnd og starfsfólk Hallgrímskirkju fagnar sr. Eiríki og býður hann velkominn til starfa.

Mynd sáþ: Sr. Eiríkur Jóhannsson og að baki honum er Kristný Rós Gústafsdóttir djákni Hallgrímskirkju.