Miðvikudagsmessa, fimmtudagskyrrðarstund og kvöldkirkja

27. september 2021
Alla miðvikudagsmorgna er messað í Hallgrímskirkju kl. 10,30. Hópur messuþjóna sér um messurnar ásamt prestum kirkjunnar. Á fimmtudögum yfir vetrartímann eru kyrrðarstundir í hádeginu með orgelleik og íhugun. Organistar og prestar kirkjunnar sjá um þessar stundir. Sú fyrsta þetta haustið verður 30. september kl. 12. Fyrsta kvöldkirkja haustsins verður þann dag einnig og hefst kl. 20. Kvöldkirkja er samvinnuverkefni Hallgrímskirkju og Dómkirkju.