Aðventustund í Hallgrímskirkju kl 16

25. nóvember 2016
Yndisleg aðventustund í Hallgrímskirkju þar sem Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur aðventu- og jólalög í bland við aðrar fallegar perlur. Tendrað verður á aðventukransinum og sýningin Jólin hans Hallgríms opnuð. Ása Valgerður Sigurðardóttir, kórstjóri og Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi leiða stundina, Hörður Áskelsson leikur á orgel og hljóðfæraleikarar úr röðum kórsins og fermingarbarna leika. Jólastemmning, smákökur og heitir drykkir í Suðursal að Aðventustund lokinni. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir!

jolinhansjolabakstur