Aðventutónleikar Schola cantorum

Í hádeginu 18. desember heldur kammerkórinn Schola cantorum þriðju og síðustu aðventutónleika sína þetta árið. Flutt verður falleg jólatónlist á þessum 30 mínútna löngu tónleikum. Er óhætt að segja að fyrri tónleikunum hafi verið afar vel tekið af gestum, enda eru þeir sannkallað móteitur gegn jólastressi. Miðaverð er 2.500 krónur og eru miðar seldir við innganginn. Listvinir fá miðana á hálfvirði. Mælt er með því að vera ekki seint á ferðinni, því mikil örtröð myndast í miðasölunni síðustu mínúturnar fyrir tónleika.