Friðarins Guð. Við biðjum þig fyrir öllum þeim sem þjást og líða á Gasa. Þrátt fyrir að við séum langt frá átökum og þjáningum þeirra sem þar líða þá finnum við fyrir sársauka þeirra. Við upplifum vanmátt, sorg og angist með systkinum okkar á Gasa. Hjálpa þeim að missa ekki vonina jafnvel þegar staðan virðist vonlaust. Guð, hjálpa okkur að gleyma aldrei þeim sem þjást í þessum heimi. Gef þeim sem hafa völd til þess að leggja niður vopn og koma á friði, sanna löngun til þess að nýta áhrif sín til góðs. Guð gef frið á Gasa. Í Jesú nafni,
Amen