Baráttukonur í Biblíunni, fyrirlestur í Hallgrímskirkju 23. febrúar

Á  morgun, þriðjudag kl. 12.15, fjallar Irma Sjöfn Óskarsdóttir um Maríu í fyrirlestri um baráttukonur í Biblíunni í Suðursal Hallgrímskirkju.
Yfirskrift fyrirlestursins er "María, unglingurinn sem breytti heiminum"   Þar
 verður fjallað um sögu Maríu eða Mirjam, ungu konunnar sem sagði já við jái Guðs og varð móðir Jesú Krists.
Hver var hún og er ?  Hvaða hlutverki gegnir hún í samtíma okkar ?
Við skoðum ljóð um Maríu, lofsöngva sem segja frá henni og lofsöng Maríu..

Fyrirlesturinn hefst klukkan 12.15 og stendur til 12.55.
Hægt er að fylgjast með fyrirlestrinum í streymi á Facebooksíðu Hallgrímskirkju