Á Biblíudegi

Þitt orð er, Guð, vort erfðafé,

þann arf vér bestan fengum.

Oss liðnum veit til lofs það sé,

að ljós við þess vér gengum.

Það hreystir hug í neyð,

það huggar sál í deyð.

Lát börn vor eftir oss

það erfa blessað hnoss.

Ó, gef það glatist engum.

Grundtvig - Sb. 1871 - Helgi Hálfdánarson

Sálmur 300 í Sálmabók þjóðkirkjunnar