Biðjum fyrir friði í Úkraínu

01. mars 2022
Fréttir
Á friðarvegi - mynd Sigurðar Sigurðssonar.

Fjöldi fólks kemur í Hallgrímskirkju á hverjum degi og tendrar kertaljós, íhugar og biður. Biðjum fyrir þeim sem líða vegna stríðs í Úkraínu. Saman getum við farið veg friðarins. Við getum kveikt friðarbálið og stuðlað að friði. Verið velkomin í Hallgrímskirkju.