Bleik fjölskylduguðsþjónusta 10. okt.

Á sunnudaginn kemur, 10. okt. kl. 11 verður Bleik fjölskylduguðsþjónusta í Hallgrímskirkju í tilefni af bleikum október. Sr. Sigurður Árni og Kristný Rós djákni leiða þjónustuna. Björn Steinar spilar á orgelið og verður einnig með skemmtilega kynningu á Klais orgelinu eftir stundina fyrir alla kirkjugesti. Söngur, brúðuleikhús, hugvekja, bænir og blessun. Við hvetjum þau sem koma í kirkju að mæta í bleiku. Messukaffi eftir guðsþjónustuna og meira að segja bleikur grjónagrautur fyrir börnin - en kaffiveitingar fyrir þau sem eldri eru.