Blár sunnudagur í Hallgrímskirkju - messa og barnastarf

19. september 2019

14. sunnudagur eftir þrenningarhátíð

Tímabil sköpunarverksins: Blár sunnudagur - dagur vatns


Sunnudaginn 22. september kl. 11 verður messa og barnastarf. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir stýra barnastarfinu.

Í lok messu verður afhent minningargjöf Hallgrímssafnaðar um Dr. Sigurð Pálsson.

Kaffisopi eftir messu.

Verið velkomin.

Hér fyrir neðan er messuskráin í tölvutæku formi:

190922.Fjórtándi.sd.e.þrenningarhátíð