Breyttur opnunartími

27. mars 2020


Vegna aðstæðna hefur verið ákveðið að gera tímabundnar breytingar á opnunartímanum í Hallgrímskirkju. Frá og með fimmtudeginum 26. mars verður kirkjan opin kl. 11 – 17.    

Á opnunartíma kirkjunnar er fólki velkomið að kveikja á kertum, setjast á kirkjubekki eða fara upp í turn. Þó með þeim fyrirvara að ekki séu fleiri en 20 manns í kirkjunni á hverjum tíma og haldi að lágmarki 2ja metra fjarlægð á milli sín og annarra gesta. 

Undanfarna daga hefur verið mjög rólegt í Hallgrímskirkju en mjög ánægjulegt að sjá fólk sem er á göngu koma í heimsókn og staldra við í þögninni og rólegheitunum á þessum sérkennilegu tímum. Við tökum vel á móti öllum - í 2ja metra fjarlægð.    

Vel er hugað að hreinlæti í kirkjunni. Handspritt er víða auk þess sem helstu snertifletir eru þrifnir reglulega.  

Verið velkomin, 

Starfsfólk Hallgrímskirkju.