Börn í heimsókn

Á aðventunni 2020 komu barnahópar í heimsókn í Hallgrímskirkju og fengu að heyra söguna úr Jólin hans Hallgríms eftir Steinunni Jóhannesdóttur. Hóparnir fengu leiðsögn um kirkjuna hjá Kristnýju Rós Gústafsdóttur sem sagði þeim frá kirkjunni og kirkjumunum. Björn Steinar Sólbergsson organisti sagði þeim frá orgelinu og spilaði fyrir þau og þau sungu með.

Við gerðum stutt myndband úr myndum sem voru teknar í heimsóknunum.

Sóttvarnarreglum var að sjálfsögðu fylgt í hverri heimsókn.

https://www.youtube.com/watch?v=hyhGhnnLyIE