Brynjurnar lifnuðu

28. ágúst 2022
Fréttir
Steinunn Þórarinsdóttir segir frá skúlptúrum sínum á Hallgrímstorgi.

Steinunn Þórarinsdóttir gerði skúlptúrana á Hallgrímstorgi. Sýningin nefnist Brynjur og var sett upp af Listahátíð í vor og í samvinnu við Hallgrímskirkju. Steinunn Þórarinsdóttir, höfundur verkanna, og Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, tóku þátt í listaspjalli með sr. Sigurði Árna Þórðarsyni í dag. Steinunn sagði svo frá hvernig skúlptúrarnir urðu til, hvernig hún hafði hugsað tengsl nöktu veranna og brynjanna og hvernig fólk brást við þessum skúlptúrum með mismunandi hætti. Túlkun verkanna hefur verið ólík og litast af menningu og heimspólitík, allt frá því að vinna við þessa skúlptúra hofst árið 2013. Brynjurnar lifnuðu við frásögn Steinunnar í samtali þeirra sem fóru um Hallgrímstorg og ræddu síðan saman í Suðursal Hallgrímskirkju. Þar tóku margir til máls og margar skemmtilegar hugmyndir voru viðraðar.

t@m sáþ