COVID-19 og kristnilífið

31. júlí 2020
Nýjar reglur um sóttvarnir hafa áhrif á helgihaldið í kirkjum þjóðarinnar. Líkt og í öðrum söfnuðum verða ekki altarisgöngur í Hallgrímskirkju frá og með 31. júlí. Sunnudaginn 2. ágúst verður guðsþjónusta í kirkjunni en ekki messa. Undanfarna miðvikudaga hafa í Hallgrímskirkju verið altarisgöngur í hádeginu. En næsta miðvikudag, 5. ágúst, verður helgistund en ekki gengið að borði Drottins.

Engar breytingar eru áætlaðar varðandi haustfermingar í Hallgrímskirkju.

Það er göfugt hlutverk kristins fólks að standa með lífinu og vernda þau sem þarfnast. Allir sem koma í Hallgrímskirkju eru því hvattir til að virða tveggja metra regluna, virða opinberar öryggisreglur, nýta handspritt sem er til við innganga kirkjunnar og lágmarka smithættu. Gleðin er söm í Hallgrímskirkju en samskiptin lúta stífari reglum - í þágu lífsins.

Texti og mynd SÁÞ.