Dagskrá Kirkjulistahátíðar 14. - 23. ágúst

21. ágúst 2015
Mikið verður um dýrðir næstu daga í Hallgrímskirkju meðan Kirkjulistahátíð stendur yfir. Hérna er yfirlit yfir dagskrána eftir órotóriuna Salómons.:

Mánudagurinn 17. ágúst kl. 21.00 - Klais orgelið í nýjum víddum. 

Ungir raftónlistarmenn nýta sér nýjan tæknibúnað Klais-orgelsins og bjóða upp á tónlistarupplifun í hljóðheimi hins magnaða orgels Hallgrímskirkju með sínum 5273 pípum.

Þriðjudagurinn 18. ágúst kl. 20.00 - Í heimsókn hjá Händel.

Áhorfendur fá að kynnast lágstemmdri kammertónlist sem hentar fyrir tilbeiðslu í heimahúsum auk þess að fá smá innsýn í 18. aldar heimili. Flytjendur eru Nordic Affect, breski blokkflautuleikarinn Ian Wilson, finnski fiðluleikarinn Tuomo Suni, Þóra Einarsdóttir sópran, Benedikt Kristjánsson tenór og Oddur A. Jónsson baritón.

Miðvikudagurinn 19. ágúst kl. 12.00 - Hádegistónleikar Schola cantorum.

Hálftímalangir tónleikar þar sem kórinn flytur tvenns konar tónverk, íslensk tónverk og verk eftir Gregorio Allegri, Miserere.

Fimmtudagurinn 20. ágúst kl. 20.00 - Orgeltvenna með Olivier Latry.

Organisti Notre Dame kirkjunnar, Olivier Latry leikur á tveimur tónleikum í Hallgrímskirkju. Sá fyrri er einsleikstónleikar þar sem hann flytur verk eftir meðal annars Duruflé, Mobberley, Paulet og Grigny.

Fimmtudagurinn 20. ágúst kl. 22.00 - Orgeltvenna með Olivier Latry. 

Á seinni tónleikunum leikur eiginkona hans Shin-Young Lee með honum og leika þau sérstaka fjórhenta (og fjórfætta!) orgelútsetningu á Vorblóti Stravinskys.

Föstudagurinn 21. ágúst kl. 20.00 - King's men frá Cambridge.

Tónleikar með þessum þekkta 18 manna karlakór frá Bretlandi. Á efnisdagskrá þeirra eru verk t.d. eftir Tallis, Byrd, Purcell, J. S. Bach og Mozart.

Laugardagurinn 22. ágúst kl. 15.00 - 21.00 - Sálmafoss á menningarnótt (ókeypis tónleikar).

Tónlistarveisla á menningarnótt þar sem meðal annars verða frumfluttir 5 nýjir sálmar eftir 10 íslenskar konur. Fram koma King’s Men frá Cambridge, Schola cantorum, Mótettukór Hallgrímskirkju, Dómkórinn, Söngsveitin Fílharmónía, Orlando Singers og Kór Akraneskirkju ásamt organistunum Jónasi Þóri, Kára Þormar og Eyþóri Wechner.

Sunnudagurinn 23. ágúst kl. 17.00 - Lokatónleikar Schola cantorum.

Meðal verka á efnisskránni er frumflutningur á nýju verki eftir John Speight, Missa semplice fyrir kór, sópraneinsöngvara og hörpu, Miserere Allegri og fleiri kórperlur. Með kórnum leikur Elísabet Waage. Einnig verða frumflutt verk eftir Sigurð Sævarsson og Jón Hlöðver Áskelsson. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.

Miðasala