Á döfinni framundan

22. janúar 2020








































Vers vikunnar:
Ef einhvern mann í ykkar hópi brestur visku, þá biðji hann Guð sem gefur öllum

örlátlega og átölulaust og honum mun gefast.
Jabobsbréfið 1.5

Kæru vinir og viðtakendur.

Efni fréttabréfsins:
- 3 nýjir æskulýðshópar
- Kyrrðarstund
- Kvöldkirkja
- Messa og barnastarf
- Ensk messa
- Þorrablót Kvenfélags Hallgrímskirkju í næstu viku - skráning




3 nýjir æskulýðshópar byrja í febrúar og mars
Kristný Rós Gústafsdóttir verkefnastjóri fræðslu- og fjölskylduþjónustu Hallgrímskirkju hefur ekki setið á tómum höndunum undanfarið og í bígerð eru 3 nýjir æskulýðshópar.
Allir hressir krakkar velkomnir og endilega látið orðið berast. Þessir hópar eru: 

Kirkjukrakkar fyrir 1. – 2. bekk: Hittast í febrúar á mánudögum kl. 13:40 – 14:40 í kórkjallarnum. 
Kirkjuprakkarar fyrir 3. – 4. bekk: Hittast í mars á þriðjudögum kl. 13:40 – 14:40 í kórkjallarnum. 
Kirkjustuð fyrir 5. – 7. bekk: Hittast í febrúar og mars á mánudögum kl. 15 – 16 í kórkjallaranum. 

Kyrrðarstund fimmtudaginn 23. janúar kl. 12
Sr. Sigurður Árni Þórðarson hugleiðir og Björn Steinar Sólbergsson organsti leikur á orgelið í kyrrðarstundinni. Eftir kyrrðarstund verður seld súpa og brauð á vægu verði í Suðursal.

Kvöldkirkjan fimmtudaginn 23. janúar kl. 19 – 21:30
Tilgangur kvöldkirkjunnar er að opna kirkjurnar fyrir fólki, sem finnur sig ekki í venjulegu og hefðubundnu helgihaldi dagkirkjunnar eða vill dýpka enn frekar trúarlega upplifun sína. Margir leita einhvers, sem er djúptækt og persónulega gefandi. Tónlist, þögn, íhugun og kyrrð eru flétta kvöldkirkjunnar. Sumir staldra við í nokkrar mínútur og aðrir lengi. Kvöldkirkjan er öllum opin og hentar mörgum. Nánar um kvöldkirkjuna hér

Messa og barnastarf sunnudaginn 26. janúar kl. 11
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson.
Umsjón barnastarfs: Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir. Kaffisopi eftir messu. 

Ensk messa sunnudaginn 26. janúar kl. 14
Síðasta sunnudag í hverjum mánuði er messa á ensku í Hallgrímskirkju. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Kaffisopi eftir messu. 

Þorrablót Kvenfélags Hallgrímskirkju fimmtudaginn 30. janúar kl. 18:30
Hefðbundinn Þorramatur, söngur, gleði og gaman. Góð samvera er gulli betri. Verð: 4.000 kr.
Vinsamlegast skráið ykkur hjá kirkjuvörðum kirkjuverdir@hallgrimskirkja.is, Guðrúnu Gunnarsdóttur í síma 6993266 eða gudrun.gunnarsdottir1@gmail.com eða hjá Ásu Guðjónsdóttur í síma 8454648/ asagudjons@hotmail.com. Hlökkum til að sjá ykkur. Stjórnin.

Guð gefi ykkur góða viku.