Eftirvænting við upphaf vetrarstarfs


Það var eftirvæntning og pizzuilmur í lofti við messu sunnudagins í Hallgrímskirkju.

Til fjölskyldumessu voru mætt fermingarbörn næsta árs, messuþjónar, starfsfólk í barnastarfi og margir aðrir, yngri og eldri. Æskulýðsleiðtogi kirkjunnar, Inga Harðardóttir flutti hugvekju og minnti okkur á upphaf skólastarfs, gleðina við skólastarfið og líka angur þeirra sem standa höllum fæti og kvíða skólastarfinu. Í messunni var einnig safnað til liðsinnis við verkefni Hjálparstarfsins:  "Ekkert barn útundan“
Félagar úr Mótettukór leiddu söng, Hörður lék á orgelið og við rifjuðum upp sunnudagaskólalögin við undirleik Ragnheiðar barnastarfskonu.
Á eftir var boðið upp á melónur og mínipizzur í kirkjukaffinu áður en fermingarhópurinn settist niður með foreldrum, Ingu fræðara í fermingarstarfinu og Irmu presti til að kynna fermingarstarfið.