El?bieta Karolak í Hallgrímskirkju

03. júlí 2015


Hin pólska Elzbieta Karolak leikur á tvennum tónleikum á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju um helgina. Hún er fjölhæf með eindæmum en auk þess að vera mikilsvirtur orgelleikari og prófessor í Poznan er hún með háskólapróf í efnafræði, hefur ritað bækur um sögufræg orgel og stjórnað útvarpsþáttum helguðum orgeltónlist. Hún hefur komið fram á helstu tónlistarhátíðum í heimalandi sínu en einnig um alla Evrópu og í Bandaríkjunum. Hún er einn skipuleggjenda alþjóðlegrar orgelkeppni sem haldin er í Poznan og situr þar í dómnefnd. Á tónleikum helgarinnar mun hún leika verk eftir pólsku tónskáldin Podbielski, Krakowa, Zelechowski og Surzynski ásamt verkum eftir J.S. Bach, Buxtehude, Franck og Mozart. Fyrri tónleikarnir hennar eru á laugardaginn kl. 12 og kostar 2000 krónur inn á þá. Síðari tónleikarnir eru á sunnudaginn kl. 17 og miðaverð á þá er 2500.