Eldur og nýtt hjarta. Orgelandakt 2. í hvítasunnu kl. 11

23. maí 2021
Kraftmikil stef hvítasunnunar hljóma í textun og tónum annars í hvítasunnu. Orgelandakt  verður kl. 11 í Hallgrímskirkju 24. maí. Hvað er Andi Guðs og hver eru tengsl eldsins við líf fólks, náttúru, list og menningu? Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel kirkjunnarGrétar Einarsson flytur hugleiðingu dagsins. Prestur: Sigurður Árni Þórðarson. Í athöfninni verður flutt ný þýðing Halldórs Haukssonar á þýska sálminum: Komm, Heiliger Geist.

Ávarp og bæn ( Introduction and prayer )

Orgelleikur:  Johann Sebastian Bach 1685 – 1750

Komm, Heiliger Geist Herre Gott BWV 651   

Lexía: Esekíel 11.19-20 ( Ezekiel 11.19-20 )

Þá mun ég gefa þeim eindrægt hjarta og leggja þeim nýjan anda í brjóst. Ég mun fjarlægja steinhjartað úr líkama þeirra og gefa þeim hjarta úr holdi svo að þeir fylgi lögum mínum og haldi reglur mínar og framfylgi þeim. Þá skulu þeir verða mín þjóð og ég skal vera þeirra Guð.

Pistill: Fyrra Korintubréf 12.12-13 ( First Corinthians 12.12-13 )

Því að eins og líkaminn er einn og hefur marga limi en allir limir líkamans, þótt margir séu, eru einn líkami, þannig er og Kristur. Í einum anda vorum við öll skírð til að vera einn líkami, hvort sem við erum Gyðingar eða Grikkir, þrælar eða frjálsir, og öll fengum við einn anda að drekka.

Orgelleikur: Johann Sebastian Bach

Komm, Gott, Schöpfer, Heiliger Geist BWV 667

Guðspjall: Jóhannesarguðspjall 4:19-26

Konan segir við hann: „Drottinn, nú sé ég að þú ert spámaður. Feður okkar hafa tilbeðið Guð á þessu fjalli en þið segið að í Jerúsalem sé sá staður þar sem tilbiðja skuli.“ Jesús segir við hana: „Trú þú mér, kona. Sú stund kemur að þið munuð hvorki tilbiðja föðurinn á þessu fjalli né í Jerúsalem. Þið tilbiðjið það sem þið þekkið ekki. Við tilbiðjum það sem viðþekkjum því hjálpræðið kemur frá Gyðingum. En sú stund kemur, já, hún er nú komin, er hinir sönnu tilbiðjendur munu tilbiðja föðurinn í anda og sannleika. Faðirinn leitar slíkra tilbiðjenda. Guð er andi og þeir sem tilbiðja hann eiga að tilbiðja í anda og sannleika.“ Konan segir við hann: „Ég veit að Messías kemur – það er Kristur. Þegar hann kemur mun hann kunngjöra okkur allt.“ Jesús segir við hana: „Ég er hann, ég sem við þig tala.“

Hugleiðing ( Meditation )

Orgelleikur: Charles-Marie Widor 1845–1937     

Symphonie nr. VI í g-moll - Adagio

Bæn - Faðir vor – blessun

Orgelleikur: Charles-Marie Widor

Symphonie nr. VI í g-moll - Final