Eldur, stuðlaberg og kirkja

08. apríl 2021
Gosið á Reykjanesi fangar athygli margra. Tugir þúsunda hafa vitjað gosstöðvanna og dramatískar myndir þaðan flakka um heiminn. Í stað þess að fara nær gosinu fór ég fjær því. Við, synir mínir, fóru í bíltúr upp á Kjalarnes og tókum myndir með miðborgina og Hallgrímskirkju í forgrunni en jarðeldinn og upplýst ský og reykbólstra í baksýn. Svo fór myndin á facebook.

Eggert Guðmundsson, nágranni minn, benti hnyttilega á í athugasemd við myndina: „Í árdaga rann hraun, sem síðar breyttist í stuðlaberg, sem síðar varð innblástur húsameistara, sem síðan teiknaði kirkju.“

Og þá er stóra samhengið skýrt og markað. Í upphafi var orðið og sköpun heims. Í gosum fortíðar urðu til jarðmyndanir sem vöktu hug og ímyndunarafl arkitektsins Guðjóns Samúelssonar. Stuðlabergsform basaltsins notaði hann til að einkenna stærstu kirkju þjóðarinnar. Og nú ferðast erlendir arkitektanemar til Íslands til að skoða meistaraverk Guðjóns og tugir milljóna hafa íhugað þessa notkun bergforms til að móta meistarasmíð. Þó ólíklegt sé að stuðlaberg verði til í gosinu á Reykjanesi eiga Hallgrímskirkja og jarðeldur sér innrím í máttarverkum sem trúmenn þakka Guði.

SÁÞ