Elín fer til EdinborgarÍ dag var hressandi kveðjukaffi í Hallgrímskirkju þegar við kvöddum hana Elínu Broddadóttur, kirkjuvörð, sem heldur nú á vit náms og ævintýra í Edinborg. Elín kom fyrst í Hallgrímskirkju þegar hún var lítil stelpa í barnastarfi en varð fljótlega virk í öðru starfi kirkjunnar einnig. Hún var starfsmaður barna- og unglingastarfs þar til hún náði þeim aldri að geta starfað sem kirkjuvörður en því starfi hefur hún sinnt meðfram námi undanfarin ár.

Elín hyggur nú á sína aðra meistaragráðu og óskum við henni velfarnaðar í náminu með kærum þökkum fyrir frábært samstarf á liðnum árum.

Það voru nokkrar skemmtilegar og misgóðar atrennur gerðar til að ná öllum hópnum á mynd eins og sjá má í eftirfarandi myndaseríu.