Endurbygging Frobenius kórorgelsins / Reconstruction of the Frobenius Choir Organ in Hallgrímskirkja

08. mars

Kórorgel Hallgrímskirkju er komið til landsins eftir endurbyggingu og stækkun í Danmörku. Kórorgelið var byggt af Th. Frobenius og Sønner Orgelbyggeri A/S í Lyngby í Danmörku og vígt í desember 1985. Í ágúst 2023 var orgelið tekið niður og flutt til Danmerkur í orgelsmiðju Frobenius. Með endurgerð og stækkun kórorgelsins, vilja söfnuðurinn og gefendur heiðra minningu Hallgríms Péturssonar á 350 ára dánarártíð hans 2024.

Kórorgelið verður endurvígt í hátíðarmessu á Hvítasunnudag 19. maí 2024 kl. 11.00.
Vígslutónleikar verða sama dag kl. 17.00 þar sem flutt verður efnisskrá fyrir tvö orgel og kór.

Við endurbygginguna opnast margir möguleikar, fyrst og fremst í helgihaldinu en jafnframt nýjar leiðir í tónleikahaldi kirkjunnar.
Við vígsluna verða frumflutt tvö verk fyrir kór og orgel eftir þau Báru Grímsdóttur og Hreiðar Inga Þorsteinsson.

Einstaklingar og fyrirtæki sem vilja styrkja uppbyggingu orgelsins er bent á kirkjubúð Hallgrímskirkju. Einnig er hægt að millifæra og er reikningsnúmerið eftirfarandi: 0133-26-009422 Kt: 590169-1969 Mikilvægt er að skrifa "Orgelsjóður" í útskýringu.

Hallgrímskirkja - Þinn staður!

--ENGLISH--

The Frobenius Choir Organ has returned to Hallgrímskirkja after being reconstructed in Denmark. The choir organ was built by Th. Frobenius og Sønner Orgelbyggeri A/S in Lyngby, Denmark and was inaugurated in December 1985. Choir organ dismantled and transported to the organ builder in Denmark. By restoring and expanding the choir organ, the congregation and donors wants to commemorate the 350th anniversary of the passing of Hallgrímur Pétursson, after whom the church is named.

The choir organ will be reinaugurated on Whit Sunday, May 19th 2024 at 11hrs.
Same day there will be a concert at 17hrs. including music for two organs and choir.

If you are interested in supporting this project you can do so at The Hallgrímskirkja Church Shop or transfer to: Bank account nr.: 0133-26-009422 Kt: 590169-1969 with the description "Orgelsjóður".

Frobenius 1985

Raddskrá / Disposition 1985

1. Manual
Röhrflöjte 8´
Principal 4´
Spidsflöjte 2´
Mixtur III
Obo 8´
2. Manual
Gedakt 8´
Blockflöjte 4´
Oktav 2´
Sesquialtera II
Pedal
Subbas 16´

Frobenius 2024
Tölvumynd sem sýnir kórorgelið eftir endurbyggingu.
/ Computer image showing the future look of the choir organ.

 

Raddskrá / Disposition 2024

Hovedværk, 1. Manual
Italiensk principal 8´
Oktav 4´
Oktav 2´
Mixtur III
Trompete 8´

Svelleværk, 2. Manual
Gedakt 16´
Röhrflöjte 8´
Salicional 8´
Vox celeste 8´
Tværflöjte 4´
Spidsflöjte 2´
Quinte 2⅔´
Terz 1⅗´
Obo 8´
Positiv, 3. Manual
Gedakt 8´
Blockfløjte 4´
Waldflöjte 2´
Pedal
Subbas 16´
Flöjtbas 8´
Fagott 16´

Myndir frá endurkomu Frobenius kórorgelsins í Hallgrímskirkju í mars '24/ Pictures taken on the week of the return of the Frobenius Choir Organ, March '24.

Gámurinn opnaður. Orgelsmiðir Frobenius taka á móti kórorgelinu.

Frobenius kórorgelið komið í hús! Hér eru stoltir orgelsmiðir ásamt organistum Hallgrímskirkju.

Grétar Einarsson kirkjuhaldari Hallgrímskirkju ánægður með heimkomu kórorgelsins.

Hafist handa við uppsetningu kórorgelsins.

Unnið hörðum höndum við uppsetningu, mars 2024 / Organ builders at work in Hallgrímskirkja, March 2024

Myndir frá endurbyggingunni í orgelsmiðju Frobenius, DK / Pictures taken during the reconstruction at Frobenius workshop in DK