Endurnýjun inni- og útilýsingar Hallgrímskirkju

Ljósvist Hallgrímskirkju er nú í algerri endurnýjun, jafnt innandyra sem utan og mun verkið standa yfir næstu vikurnar. Kirkjan verður opin meðan á vinnunni stendur og reynt verður að lágmarka alla röskun í og við kirkjuna á verktímanum. Endurnýjunin er löngu tímabær enda er núverandi ljósabúnaður kirkjunnar orðinn úreltur og að mörgu leyti úr sér genginn.
Nýja lýsingin er hönnuð af Lisku ehf. og er unnin með það í huga að hún undirstriki hönnun og útlit kirkjunnar. Hún verður tölvustýrð og veitir möguleika á að breyta um liti og styrkleika eftir þörfum hverju sinni. Áætluð verklok eru í október 2022.
 
Hönnun: Liska ehf.

Verkframkvæmd: Fagraf ehf.

Heildsali: Luxor
Lampaframleiðandi: Griven

Innilýsing - búnaður:
Heildsali: Ískraft
Lampaframleiðandi: ERCO

Myndaalbúm með tölvuteikningum af nýrri lýsingu: Lýsing