Enn er margt ósagt um Guð

31. júlí 2020
Í guðsþjónustunni 2. ágúst 2020 kl. 11 mun Sigurður Árni Þórðarson prédika og þjóna fyrir altari. Ágústa Þorbergsdóttir og Óskar Jónsson þjóna með presti. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsöng. Lára Bryndís Eggertsdóttir, organisti, mun við upphaf og lok athafnar leika verk eftir Gísla Jóhann Grétarsson. Forspilið verður: Máttarverk Guðs - I Enn er margt ósagt um Guð. Sem eftirspil verður leikið Máttarverk Guðs - IV Gefðu gaum að máttarverkum Guðs. Sálmar, tónlist og textar helgihalds mynda heild og í prédikun verður rætt um siði og samfélagsgildi kristninnar.

Vegna nýrra reglna um sóttvarnir verða ekki altarisgöngur í kirkjum landsins næstu vikur. Í Hallgrímskirkju verður guðsþjónusta 2. ágúst og hádegisbænir í stað messu miðvikudaginn 5. ágúst. Verið velkomin til helgihalds í Hallgrímskirkju.

Meðfylgjandi mynd SÁÞ er af altarisblómum síðasta sunnudags, sem hafa brosað við söfnuði og komufólki í kirkjuna liðna viku.