Er siðbót svarið við umhverfisvandanum?

21. september 2017

Fræðslumorgun í Hallgrímskirkju kl. 10 í kórkjallara


Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor verður sú fyrsta til að koma í heimsókn til okkar á fræðslumorgna en hún mun flytja erindið: Er siðbót svarið við umhverfisvandanum? 
Siðbótin spratt fram vegna þess að siðbótarmennirnir töldu að fagnaðarerindið væri ekki til sölu. Og þeim anda vilja kristnir menn lifa og boða að mikilvægustu gildi og dýrmæti sköpunar Guðs megi aldrei verðfella og sé ekki til sölu hæstbjóðendum.
Á grænum sunnudögum í september og október verður minnt á að við gætum náttúrunnar sem náunga okkar og að lýður Guðs ber ábyrgð á sköpunarverkinu. Við erum samstarfsfólk Guðs. Fræðslumorgnar verða fimm sunnudaga ávallt kl. 10 í tilefni af siðbótarafmæli Marteins Lúthers 31. október. 

Hvetjum fólk til þess að fjölmenna á þennan áhugaverða fræðslumorgun og svo auðvitað messuna eftirá.