„Þú ert góður og gerir vel "

15. maí 2021
Við komum saman í Hallgrímskirkju í guðsþjónustu og barnastarfi kl. 11.00, 16. maí undir yfirskrift orðanna úr 119 sálmi gamla testamentisins þar sem sálmaskáldið ávarpar Guð og segir: „Þú ert góður og gerir vel "
 Í barnastarfinu verður fjallað um áhyggjuleysi, liljur vallarins og fugla himinsins, fuglagrímur föndraðar og dansað saman.

Í prédikun dagsins  verður fjallað um Guð sem er alltaf að skapa að nýju og undir himni hans og í kirkju hans  erum við öll söm og eitt.
„Þar er hvorki grískur maður né Gyðingur, umskorinn né óumskorinn, útlendingur, Skýti, þræll né frjáls maður, þar er Kristur allt og í öllum (úr pistli dagsins úr 3. kafla Kólossubréfsins)

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og dr. Sigurður Árni Þórðarsson þjónar fyrir altari.  Messuþjónar aðstoða. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson og forsöngvarar leiða safnaðarsöng.  Barnastarfið er í umsjá Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur djákna.