Fermingarbörn fara í Vatnaskóg

27. september 2018


Vatnaskógur skartar sínum fegurstu haustlitum um þessar mundir og það munu tæplega 70 fermingarbörn fá að sjá þegar þau fara þangað um helgina. Dagskráin er fjölbreytt og lifandi, með leikjum, kvöldvökum, útivist og fræðslu, auk þess sem hægt er að sigla út á vatnið ef veður leyfir. Á heimleiðinni verður staldrað við í Hallgrímskirkju á Saurbæ þar sem haldin er stutt helgistund og börnin fá fararblessun áður keyrt er í bæinn. Að þessu sinni er ferðalagið samstarf Hallgrímskirkju, Háteigskirkju og Dómkirkjunnar í Reykjavík enda hið besta mál að auka og efla samvinnu safnaðanna í Miðborg og Hlíðum.