Fermingarfræðsla í Hallgrímskirkju (börn fædd 2011)

27. maí

Til barna sem fædd eru 2011, foreldra og forráðafólks,

Í haust hefst fermingarfræðsla í Hallgrímskirkju, ætluð börnum í 8. bekk sem eru að velta fyrir sér eða hafa ákveðið að fermast vorið 2025.
Fermingartímar verða að jafnaði vikulega í vetur og er kennslan samstarfsverkefni prestanna og safnaðanna í Hallgríms- og Dómkirkjusöfnuði.

Kennt verður í litlum hópum innan og utan kirkju og farið í stuttar vettvangsferðir og lögð áhersla á samvinnu við foreldra, forráðafólk og heimili unglinganna.

Markmiðið með fræðslunni er að veita innsýn í kristna trú, kirkju og menningu. Við skoðum frásögur Biblíunnar og sögu. Fræðumst um helgihald, táknmál trúarinnar og tónlistina. Einnig fjöllum við um lífsleikni, mannréttindi, umhverfisvernd, hjálparstarf, jafnrétti, litbrigði lífsins og fjölbreytileika.

Kynningarfundur verður sunnudaginn 15, september kl 12.15 að lokkinni messu í Hallgrímskirkju.

Fyrirhugaður fermingardagur vorið 2025 er 27. apríl kl. 11

Skráning er rafræn og hægt að nálgast skráningarsíðu að baki þessari smellu.

Ef ykkur vantar frekari upplýsingar um fermingarstarfið getið þið sent tölvupóst á eirikur@hallgrimskirkja.is og irma@hallgrimskirkja.is eða hringt í síma: 771 8200 og 864 0802.
Verð fyrir fræðsluna er 40.000 kr. og innifalið í gjaldinu er kennsla, fæði, námsgögn og ferð í Vatnaskóg.

Með bestu kveðjum,
Eiríkur Jóhannsson og Irma Sjöfn Óskarsdóttir
prestar Hallgrímskirkju