Fögnum að hittast á ný við sunnudagsguðsþjónustu

30. apríl 2021
Í Hallgrímskirkju fögnum við því að hittast  á ný við guðsþjónustu sunnudaginn 2. maí nk. kl. 11.00  Endurskoðun og breytingar, staðfesta og traust er til umfjöllunar í guðspjalli og prédikun dagsins , nýr söngur, von og framtíð.
Jesús minnir okkur á þetta allt í guðspjalli sunnudagsins og segir:  „ég er sá sem ég er“ .
Þetta á vel við þegar við getum aftur safnast saman til sunnudagsguðsþjónustunnar.

Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.  Organisti er Björn Steinar Sólbergsson og félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja.
Barnastarfið er sömuleiðis á sínum stað en Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Ragnheiður Bjarnadóttir leiða starfið.

Við syngjum sálma sem tengjast páskum, vorinu og frelsinu sem við föngum og fögnum af varúð og virðingu um þessar mundir.

Guðsþjónustan og barnastarfið hefst kl. 11.00.
Gleðilegt sumar !