Fæðing frelsarans – orgeltónleikar - Björn Steinar Sólbergsson

26. desember 2015
Orgeltónleikar Björns Steinars Sólbergssonar sunnudaginn, 27 desember, kl. 17. Flutt verður hið magnaða La Nativité du seigneur eða Fæðing frelsarans – Níu hugleiðingar fyrir orgel eftir Olivier Messiaen. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Um er að ræða eitt frægasta orgelverk allra tíma, dulúðugt og áhrifamikið.
Lesari á tónleikunum er Atli Freyr Steinþórsson.

Aðgangseyrir er kr. 2500 og hægt að kaupa miða í Hallgrímskirkju alla daga milli 9 – 17 og í síma 5101000. Tónleikarnir eru á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og fá listvinir 50% afslátt.