Orgeltónleikar Björns Steinars Sólbergssonar sunnudaginn, 27 desember, kl. 17. Flutt verður hið magnaða
La Nativité du seigneur eða
Fæðing frelsarans Níu hugleiðingar fyrir orgel eftir Olivier Messiaen. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Um er að ræða eitt frægasta orgelverk allra tíma, dulúðugt og áhrifamikið.
Lesari á tónleikunum er Atli Freyr Steinþórsson.
Aðgangseyrir er kr. 2500 og hægt að kaupa miða í Hallgrímskirkju alla daga milli 9 17 og í síma 5101000. Tónleikarnir eru á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og fá listvinir 50% afslátt.