Fjölskyldumessa sunnudaginn 6. október kl. 11

03. október 2019

Fjölskyldumessa í Hallgrímskirkju, 16. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. 


Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri og djákni, Ragnheiður Bjarnadóttir, Rósa Árnadóttir og Sigurður Árni Þórðarson stýra fjölskyldumessunni. Fermingarungmenni og messuþjónar aðstoða. Organisti Douglas A. Brotchie. Félagar í Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Kaffisopi í Suðursal eftir messu.

Verið velkomin!

Messuskráin er hér fyrir neðan í tölvutæku formi:

191006.Sextándi.sd.e.þrenningarhátíð - Fjölskyldumessa