Fjölskylduguðsþjónusta á sunnudaginn

11. nóvember 2021
Fréttir, Helgihald

Næst síðasti sunnudagur eftir þrenningarhátíð

Á sunnudaginn kemur, 14. nóv. kl. 11:00 verður fjölskylduguðsþjónusta.

Sr. Eiríkur Jóhannsson og Kristný Rós Gústafsdóttir djákni leiða stundina. Organisti er Steinar Logi Helgason. Forsöngvarar verða Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir, Þorkell H. Sigfússon, Hildigunnur Einarsdóttir og Fjölnir Ólafsson. Söngur, bænir, biblíusaga og hugvekja.

Vegna sóttvarna verður ekki boðið er upp á kaffiveitingar að lokinni guðsþjónustu.

Öll hjartanlega velkomin.